Velferðin er langt frá að vera svo norræn, að ríkið ábyrgist heilsu okkar, langlífi, afkomu og hamingju. Ríkið lætur okkur borga fimmta hluta beint í heilsukostnaði, þar á meðal tannlækningar að mestu. Sumir deyja enn fyrir aldur fram, einkum vegna greiðs aðgangs að fíkniefnum, allt frá áfengi og tóbaki yfir í mildari ósköp. Spítalatækni er orðin svo fullkomin, að bara sjúkrahús við Persaflóa hafa ráð á að beita henni allri. Sum lyf kosta yfir milljón á mánuði á mann. Sundur dregur með takmörkuðum ríkisauði og vilja þjóðarinnar til velferðar. Senn mun ný stjórn láta forgangsraða enn harðar.