Harla fámennur hópur

Punktar

Vísindalegar skoðanakannanir snúast um að búa til úrtak, er sé sem líkast heildinni, sem fjallað er um. Til þess eru notaðar ýmsar aðferðir. Hvergi er reiknað með, að menn velji sig sjálfir í úrtakið. Í þessum vísindalegu skoðanakönnunum er algengt, að svarhlutfall sé 80%. Við slíkar aðstæður vona menn, að niðurstaðan endurspegli heildina. Ef litið væri á atkvæðagreiðslu Eyjunnar um IceSave sem skoðanakönnun, er svarhlutfallið 4%. Það er að segja marklaust. Þegar fjölmiðlar segja útkomuna sigur fyrir andstæðinga IceSave, fara þeir með fleipur. 5188 atkvæði gegn IceSave eru harla fámennur hópur.