Ekki ber neitt á andmælum forseta Alþýðusambandsins og verzlunarmannafélagsins, þegar bófaflokkar alþingis ráðast á láglaunafólk. Gylfi Arnbjörnsson og Ólafía B. Rafnsdóttir mótmæla hins vegar harðlega, að tryggingagjald sé ekki lækkað á fyrirtækin. Ég hélt þó, að nærtækara væri fyrir þau að reka áróður fyrir hag umbjóðenda sinna heldur en viðsemjenda. Að minnsta kosti gætu þau varið meiri orku í það. Ítrekað kemur þó í ljós, að forustumenn verkalýðsrekenda líta á sig sem gæzlumenn hagsmuna atvinnurekenda. Ítrekað semja þau um kjör á þann hátt, að kjarabótin er degi síðar núllstillt af Seðlabankanum. Hún er sýndarmennska.