Enn kastaði Davíð Oddsson skít í ríkisstjórnina í dag. Sagðist hafa sagt henni eindregið í júní, að bankarnir mundu örugglega fara á hausinn. Geir Haarde tekur þetta ekki til sín, enda tekur hann ekkert til sín. Lifir bara í limbói. Jafnframt tregðast hann við að taka á endurteknum uppákomum embættismannsins. Enn hefur seðlabankastjórunum ekki verið sagt upp og ekki yfirmönnum fjármálaeftirlitsins. Það þýðir, að öll ábyrgðin endar á forustupari ríkisstjórnarinnar. En við sakleysingjarnir höfum lifað enn einn dag enn eins snúnings á harmleik Davíðs og Geirs.