Leka- og fölsunarmál Hönnu Birnu er komið á lokastig. Embættismenn farnir að ræða ofsa ráðherrans sín á milli. Innanríkisráðherra reyndi að stjórna lögreglurannsókn, sem setti aðstoðarfólk hennar í stöðu grunaðra. Svo tryllt frekja og yfirgangur þekkist hvergi á byggðu bóli vestrænu. Enn hangir Hanna Birna á embættinu. Þarf sífellt að flytja flóknari lygar til að skýra fyrri lygar, sem ekki dugðu. Í stað þess að afgreiða málið strax með stæl gerði hún það að harmleik lífs síns og böli fjölda kontórista. Hanna Birna, þiggðu ráð, segðu sjálf frá, segðu það strax, segðu alla söguna og segðu einkum satt.