Ríkisstjórnin er nánast samfelldur harmleikur. Endurreisti bankana í þeirra gömlu mynd. Með bankaleynd og gælum við kvótakónga og viðskiptabófa, öllum pakkanum. Lok, lok og læs leyndarhyggja hennar er sjúkleg, eins og fram kemur í frumvarpinu um upplýsingalög. Hún veit ekki, hvort hún hefur sótt um aðild að Evrópu eða ekki. Hún hefur sérhagsmunaráðherra, sem ævinlega talar eins og fáviti og tollar innflutta búvöru upp úr skýjunum. Hann klúðraði þar á ofan fyrningu kvótans. Umhverfismál eru í skötulíki, sbr. Árósasamninginn. Innanborðs með hrunverja, sem bíða eftir stjórnarsamstarfi við Bófaflokkinn.