Frá upphafi myntsláttu hafa ráðamenn reynt að gefa út innistæðulausa tékka. Fyrst gerðist það með því að minnka gullið eða silfrið í klinkinu. Síðan kom prentvélin, sem hægt var að setja í gang og svo snerist hún bara og snerist. Ofan á það komu ávísanir á engin verðmæti og loks línur, sem bankar sömdu í skapandi bókhaldi. Sigmundur Davíð er hvorki fyrstur né síðastur á þessari ógæfubraut. Frá örófi hafa sukkarar reynt að bjarga sér svona fyrir horn. Nú segist hann gefa stórskuldurum 300 milljarða alls. Slíkt endar ævinlega með skelfingu. Dæmið er klikkun frá upphafi til enda og hvolfir þjóðfélaginu.