Harmsaga Evrópusambands

Punktar

Liðinn er tími Robert Schuman, Walter Hallstein og Jacques Delors, sem gerðu Evrópusambandið að jákvæðu heimsveldi. Tveir brauðmolamenn eyðilögðu sambandið, fyrst José Manuel Barroso og núna Jean-Claude Juncker. Hafa gert vonarstjörnu Evrópu að tæki í höndum bankstera. Áður voru mál fólks í forgangi, neytendur, vinnuvernd og umhverfið. Nú snýst allt um að draga ábyrðarlausa bankstera að landi, síðast í harmleik Grikklands. Í því skyni skipti Juncker sér af grískum kosningum, auðvitað án árangurs. Nýjasta skref bankstera-vina sambandsins er leynisamningurinn TISA um innleiðingu auðræðis í stað fyrra lýðræðis í Evrópu.