Harmsaga gjaldmiðla

Punktar

Fyrir áratug var gildi brezka pundsins ein og hálf evra. Í bankakreppunni árin 2007-2008 féll pundið niður í eina evru og fjórðung. Það gengi hefur síðan haldizt, en nú eru spár um, að pundið falli enn frekar. Dollarinn hefur þennan áratug haldið jöfnu gagnvart evrunni, en glatað yfirburðum sínum sem grunnmynt heimsins. Dollar og evra hafa í staðinn myndað tvíeyki. Einstaka myntum hefur vegnað betur, svissneskum franka og kínversku yuan, sem nú er þó farið að ramba hættulega. Í grimmum gengisheimi er ekki bara þýðingarlaust, heldur beinlínis sjálfsvíg að halda úti örmynt, sem hefur að baki langa og linnulausa harmsögu.