Monthúsið Harpa átti að kosta tólf milljarða. Fór samt upp í 28 milljarða, sem hvorki ríki né borg höfðu efni á að greiða. Ekki verður reistur eða rekinn spítali fyrir þá peninga, sem þar fóru í höfnina. En yfirvöld vilja fá fasteignagjöld af 22 milljarða eign af þessum 28 milljörðum. Þá ber svo við, að stjórnendur hússins meta eignina upp á 6-7 milljarða. Segja það vera markaðsverð hússins. Samkvæmt því hefur monthúsið tapað þremur fjórðu hlutum af kostnaðarverði sínu. Þar er hraustlega að verið. Segir auðvitað töluverða harmsögu um fórnarkostnað samfélagsins af forgangi monthúsa umfram annað.