Harmsaga tannlæknis

Punktar

Sigurjón Benediktsson tannlæknir birti hluta harmsögu sinnar í Mogganum. Hún nær lengra aftur í tímann. Fyrst var hin gjöfula ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrakin frá völdum. Þá kom stjórn, sem tafði fyrir, að Þeistareykja-fyrirtæki tannlæknisins gæti lagt borvegi kruss og þvers um Gjástykki. Um þverbak keyrði svo, þegar hún ákvað ókeypis tannlækningar fátækra barna. Þar með var kippt fótunum undan tilveru tannlæknisins á Húsavík. Harmsagan endaði með, að hann flúði til Noregs. Telur skatta og benzínverð þar vera lægra. Við bíðum spennt eftir jólabókinni í ár. Heitir væntanlega: Harmsaga ævi minnar.