Ég borðaði í Mantova á Ítalíu með Harold Evans, sem þá var ritstjóri Sunday Times. Þá var Evans frægur fyrir uppljóstrunina um Thalidomide-málið, er börn fæddust vansköpuð vegna lyfs fyrir mæður. Evans hrökklaðist undan fasistanum Rupert Murdoch til Bandaríkjanna og varð þar þekktur útgefandi. Evans skrifaði fyrir helgina grein í International Herald Tribune um drápin á sendiboðum válegra tíðinda. Þúsund blaðamenn hafa verið drepnir á áratug, um hundrað á ári. Pútín í Rússlandi er orðinn mikilvirkur, hefur nú látið drepa Ivan Saffronov í Washington og Önnu Politkovskaja í Moskvu.