Allt frá Harry Potter yfir í Hringadróttinssögu er nútíminn gegnsýrður af miðöldum. Gotneskur stíll í dómkirkjum og borgarvirkjum rímar við gotneska hugsun unglinga nútímans. Á miðöldum hrundi réttarríki Grikkja og Rómverja fyrir kristni, angist og ótta, dómkirkjum og djöflinum. Öryggisleysi fólks á miðöldum er forskrift að öryggisleysi nútímafólks. Að flótta þess inn í draumaheim skáldskapar og ofsatrúar og tölvuleikja. Fyrir sjö áratugum voru gyðingar fórnarlömb hinnar gotnesku hugsunar, núna arabar og innflytjendur. Okkur vantar nýja endurreisn, frelsi frá þjakandi gotnesku trúarbragðanna.