Vinsælt væri, að kófrugluðum lagatæknum væri sem mest haldið utan umræðu um stjórnarskrána. Reynslan sýnir, að þeir hártoga út í eitt. Nýjasta útspilið er, að ákvæði nýrrar stjórnarskrár um þjóðareign náttúrugæða virki öfugt. Þau feli í sér, að hægt sé að banna fólki að njóta sólarljóssins og þrengja möguleika fólks til þess. Ennfremur verði hægt að banna fólki að anda að sér lofti. Samt stendur í skránni, að allir hafi rétt til hreins lofts. Hvers vegna sendir Lögfræðingafélagið í umræðuna útúrfyndna lagatækna að skemmta sér með hártogunum. Er menntun lagatækna út úr kú? Er þetta boðleg hegðun?