Hártoganir og útúrsnúningar

Punktar

Hef lofað að verja ekki einni krónu í baráttu til stjórnlagaþings. Segjum svo, að ég svíki, borgi þúsundkall fyrir ljósritun. Fólk mundi hía á mig. Ég ræð mér því lagatækni, sem kallar í fjölmiðla og segir: Jónas lofaði að verja ekki einni krónu. Hann lofaði ekki að verja ekki þúsundkalli. Þannig er íslenzk lagatækni, hártoganir og útúrsnúningar. Lagatæknar lesa milli orða og fá útkomu, sem stríðir gegn anda laganna. Hæstiréttur tekur þátt, segir almenn jafnréttislög ekki gilda um sig, þar sem sértæk lög gildi um Hæstarétt. Næst segir Hæstiréttur, að sértæk lög séu stjórnarskránni æðri.