Háskerðingur

Frá Setbergi í Langadal um Háskerðing á Kvistahryggsleið suðaustan Kláffells.

Um Setbergsháls er farinn gamli bílvegurinn, sem liggur í mörgum, kröppum beygjum niður snarbratta fjallshlíð að Hálsi.

Förum frá Setbergi í Langadal norður yfir Setbergsháls að þjóðvegi 54 um Skógarströnd. Fylgjum veginum að mestu austur fyrir Háskerðing. Síðan suðaustur frá þjóðveginum og meðfram Kláffelli norðanverðu að Kvistahryggsleið austur að Bílduhóli á Skógarströnd.

9,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Kvistahryggur, Flatnavegur.
Nálægar leiðir: Sátudalur, Litli-Langidalur, Valshamar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag