Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands vill losna við sjúkling í banalegu, lætur semja sálfræðiálit og rekur starfsmanninn. Hann telur vegið að sér í álitinu. Háskólinn þrætir fyrir, en Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hrekur það. Einnig segir nefndin, að starfsmaðurinn eigi samkvæmt upplýsingalögum að fá eintak af álitinu. Háskólinn neitar að fara eftir lögunum, því það „kæmi sér mjög illa fyrir deildina og háskólann í heild“. Háskóli Íslands fær dýrustu lögmannsstofu landsins til að stefna starfsmanninum fyrir dómstól til ógildingar á niðurstöðu Úrskurðarnefndar. Vantar ekki suma mannasiði hjá Kristínu Ingólfsdóttur rektor?