Háskólinn er marklaus

Punktar

Háskóli Ísland er í samstarfi við ORF Líftækni um rannsóknir í líftækni og markaðssetningu þeirra. Því er alls ekkert að marka yfirlýsingar starfsmanna háskólans á þessum sviðum. Þær eru nákvæmlega sama ruslið og yfirlýsingar erlendra sérfræðinga, sem vinna óbeint fyrir líftæknifyrirtæki á borð við Monsanto. Til dæmis þá, sem láta Science Media Center dreifa fyrir sig áróðri. Sú miðlun er fjármögnuð af Monsanto og skyldum fyrirtækjum. Er hluti af víðtækum áróðri, sem á að hindra rannsóknir óháðra aðila á vinnubrögðum líftæknibófa af tagi Monsanto. Lygin skánar ekki við að vera flutt í Rúv.