Nánast ekkert hefur selzt af hvalkjöti um nokkurra ára skeið. Birgðirnar af frosnu hvalkjöti eru komnar í 2,4 milljarða króna. Það eru sýndarmilljarðar, því að ekkert mun heldur seljast framvegis. Nýjar kynslóðir Japana vilja ekki hvalkjöt. Íslenzki markaðurinn sáralitli er sá eini, sem eftir er. Nú þarf bólgið þjóðerni til að vera Kristján Loftsson í Hvali hf. Veiðin er skýrasta dæmið um þjóðrembu Íslendinga. Þverhausar taka ekki mark á neinum aðvörunum. Láta ekki segja sér fyrir verkum og því síður skipa sér fyrir verkum. Svo þjóðlegt er að veiða óseljanlegan hval. Hér búa þjóðrembingar.