Hataðir takmarka svigrúmið

Punktar

Fyrr á öldum hötuðu Íslendingar Dani. Þeir tróðu afnámi vistarbands og öðru lýðfrelsi upp á okkur. Gegn svæsinni andstöðu innlendra embættismanna. Síðan bættust innlendir pólitíkusar og þjóðskáld við. Þeir rifust heiftarlega um “uppkastið” þá og “icesave” nú. Flest gott hefur komið að utan. Evrópa tróð aðskilnaði framkvæmdavalds og dómsvalds upp á okkur ekki alls fyrir löngu. Enn hötum við útlendinga eins og í gamla daga. Nú er komið í ljós, að allt væri betra hér, ef útlendir embættismenn hefðu stjórnað. Hvorki flokksrækni né ættrækni. Enda hata hrunverjar allt útlent. Það takmarkar svigrúm þeirra.