Hátíð orgs og ælu

Punktar

“Svo virðist sem eins konar manndómspróf að hætti náttúruþjóða fari fram á útihátíðum verzlunarmannahelgar. Þar gengur ungt fólk gegnum hreinsunareld, með tilheyrandi þjáningum, sem virðast vera taldar nauðsynlegur þáttur í æviskeiði Íslendings. Sumir skríða um í spýju sinni og fleiri láta sér nægja hefðbundna timburmenn að þjóðlegum hætti. Þeir, sem hvorugu sinna, verða samt að þjást af meðvitundinni um ælandi og organdi umhverfi sitt, og borga sem svarar heildarverði helgarferðar til erlendrar heimsborgar.” Þetta skrifaði ég árið 1992. Ekkert hefur breytzt, óhætt að endurtaka brútal orð.