Hatrið á Agli

Fjölmiðlun

Fáir Íslendingar sæta eins linnulausum árásum vefmiðla á vegum umboðsfólks glæframanna og Egill Helgason. Skoðanir hans fara rosalega í taugar þeirra, sem lifa og hrærast í siðblindu. Egill er svipaður og flestir, sem ég hef kynnst erlendis í stétt álitsgjafa í fjölmiðlum. Eins og þeir reynir hann að vinna vinnuna sína eins heiðarlega og hann getur. Slíkir standa lóðréttir, þótt hvessi kringum þá. Þetta skilja ekki þeir, sem telja hægt að kaupa eða leigja alla til að þjóna undir sig. Því láta þeir pólitíska undirsáta sína á vefmiðlum ausa skömmunum yfir Egil. Sem tekur þessu öllu með stóískri ró.