Hatrið á fjölmiðlum

Punktar

Eitt af sérkennum Íslands er hatrið á fjölmiðlum. Fremst fara þar ríkisstjórn og málsvarar hennar. Aurnum er sí og æ mokað á fjölmiðla, einkum Ríkisútvarpið og samfélagsmiðla fólks. Veruleikinn er allt annar. Fjölmiðlar eru svo þægir, að Bjarni Ben þykist geta hrokast yfir útlenda blaðamenn. Hér er bara spurt á þann veg sem valdamenn vilja. Sigmundur Davíð fer í kerfi, ef fjölmiðill fer út af fyrirskipaðri braut. Hér eru flestir fjölmiðlar hallir undir valdið. Aðeins fáir vefmiðlar leyfa sér að efast. Ef ekki væri hér blogg og fésbók, lifðum við í myrkviðnum. Þegar útlent kastljós skellur á valdinu, hrökkva bófarnir í kút.