Hatrið á náttúrunni

Punktar

Hatur framsóknarmanna á náttúrunni er gamalgróið. Munið þið eftir Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttur? Þóttust vera töff. Framsókn er bara jarðvöðull, sem elskar jarðýtur og grjótflutninga, skurðgröfur og jarðbora. Þetta í blóðinu. Nú er kominn nýr ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Segist ætla að afnema nýju náttúruverndarlögin. Frestar friðlýsingu Þjórsárvera. Færir virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Segist slátra rammaáætlun um sátt milli virkjana og friðunar. Segist helzt vilja leggja niður sjálft umhverfisráðuneytið. Samtals heitir þetta einfaldlega: Hatrið á náttúrunni.