Hatur á gamlingjum

Punktar

Mér er óskiljanlegt, hvers vegna íhaldsflokkarnir hata sína traustustu kjósendur svona mikið. Gamla fólkið hefur ár eftir ár setið eftir hækkunum annarra hópa. Stjórnarflokkar sinna þessu ekki með litla fingri, ekki einu sinni Vinstri græn. Reyna jafnvel að hækka lífeyrisaldur til að þræla öldruðum meira út. Svipað er að segja um öryrkja. Alls kyns sérhagsmunir aðrir fá hins vegar ótrúleg fríðindi, landbúnaður og vinnsla búvöru. 3000-3500 aldraðir eru á elliheimilum með 68.000 króna vasapeninga á mánuði. Greiðslur lífeyrissjóða hafa hækkað um 10% á ári, en greiðslur Tryggingastofnunar hafa staðið í stað. Nóg er samt af óskattlögðu fé.