Hatur á hestum

Hestar

Bezti flokkurinn og Samfylkingin hafa slegið heimsmet í hækkun skatts, 750%. Aldrei áður í sögu mannkyns hefur einn skattur verið hækkaður um 750%. Þeir Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson duttu á höfuðið. Hækkuðu fasteignagjald hesthúsa í Reykjavík úr 0,22% af fasteignamati í 1,65% af fasteignamati. Hesthús, sem áður bar 56.000 króna fasteignagjald, ber framvegis 426.000 króna fasteignagjald. Á hverju ári! Fyrir utan 130.000 króna holræsagjald. Á hverju ári! Hesthús bera hér eftir margfalt hærri gjöld en fjós og fjárhús. Og bera raunar margfalt hærri gjöld en íbúðir mannfólksins. Hatur á hestum?