Hatur á minni máttar

Punktar

Eins og aðrir svartstakkar reynir Illugi Gunnarsson að útiloka fátæka frá námi. Menntun á að fela í sér sérstök fríðindi hinna ríku, samkvæmt gerðum þessa ráðherra, nýkomnum frá Pútín. Skólabörn eiga samkvæmt honum að greiða rafrænt námsefni og margt barnafólk hefur einfaldlega ekki ráð á slíku. Það er markviss stefna Illuga að gera nám ókleift fátæku fólki og girða fyrir hreyfingu milli stétta. Þeir, sem tróna á toppi tilverunnar, eru ánægðir með útsýnið og vilja ekki, að pupullinn flækist fyrir. Almennt hafa ráðherrar Flokksins sérkennilegt hatur á sjúklingum, öldruðum, öryrkjum og barnafólki.