Hatur dómara á blaðamönnum

Fjölmiðlun

Katrín Jakobsdóttir sýnir frumvarp um fjölmiðla, sem ver blaðamenn gegn ýmsu hatri dómara. Lögin stöðva, að þeir dæmi blaðamenn fyrir ummæli viðmælenda. Núverandi lög gera þó ráð fyrir, að fyrst sé leitað að höfundi; síðan að blaðamanni, ef höfundur finnst ekki. Þá að ritstjóra, ef blaðamaður finnst ekki; að útgefanda, ef ritstjóri er flúinn til Ameríku; og loks að prentara, ef útgefandi er líka horfinn. Úr því að þau lög halda ekki, þarf að hnykkja á þeim. Dómarar hafa síðustu ár farið víðar út fyrir lög, til dæmis gert fjármál að einkamálum. Fyrir hrun lögðu þeir stein í götu skrifa um fjármál.