Nýja stigbeygingin á lygi er þessi: Lygi, haugalygi, excel. Hagstofan varð að athlægi, þegar hún reyndi að sýna lítinn fólksflótta. Strax var bent á ranga reikningsaðferð. Fólksflótti er mikill í góðærinu, einkum hjá ungu fólki. Nú er Landsbankinn kominn í sama gír, lítur upp úr excel-gröfunum og segir kaupmátt slá Íslandsmet. Kærir sig ekkert um að horfa á veruleikann. Ef sumum er heitt og öðrum kalt, er þjóðin alls ekki í notalegum yl. Lífskjör eru óvenjulega döpur hér í sögulegum samanburði og í samanburði við nálæg lönd með svipaða landsframleiðslu. Fyrirtæki og bankar stela kaupmættinum framhjá skiptum.