Hausinn af Hussein

Punktar

Óræstilegur og einmana Saddam Hussein hafði ekki stjórnað einu eða neinu, þegar hann var dreginn upp úr rottuholu sinni í nágrenni Tikrit, allra sízt skæruliðum gegn bandaríska hernáminu. Í landinu eru að minnsta kosti 15 virk samtök skæruliða gegn hernáminu. Flest þeirra börðust gegn Hussein, þegar hann var við völd. … Þetta var ekki lengur reigður harðstjóri, heldur einmana öldungur, sem hafði mánuðum saman haldið til í skúmaskotum og rottuholum með kreppta hendi um fulla tösku af dollurum. Þetta var enginn Osama bin Laden eða Múhammeð Ómar, heldur uppgefinn flóttamaður, sem varðist ekki einu sinni, þegar hann var tekinn. …