Skotar vilja strax hefja viðræður við Evrópusambandið um framhald á aðild Skota. Það segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra skozku heimastjórnarinnar. Ekki bara styður þjóðernisflokkur hennar framhald á aðildinni, heldur hyggjast kratar gera það líka. Þannig stendur nánast allt alþingi Skotlands að skjótum viðræðum. Skotar vita um hagnaðinn af aðildinni og styrkina frá Bruxelles og vilja ekki, að England dragi Skotland með sér út í öngþveitið. Skotar ætla meira að segja að krækja í banka frá London til Edinborgar. Í London rífa bankamenn hár sitt og heimta sjálfstæði borgarinnar. Brexit er fyrst og fremst hausverkur Englands.