Þrjúhundruð milljarða „leiðrétting forsendubrests“ frestast stöðugt og rýrnar í roðinu. Fór af stað með loforðinu „strax“ og með þeirri skýringu, að þetta væri eins auðvelt og að éta pítsu. Svokallaðir hrægammar yrðu látnir borga. Langt er síðan hrægammarnir gleymdust og pítsan varð köld, en upphæðin er komin niður í áttatíu milljarða frá skattgreiðendum. Enn er verið að fresta framkvæmd, því að búið er að láta peningana í klær kvótagreifa og annarra auðgreifa. Reiknað er og reiknað í nefndinni frægu og reynt að skera utan af loforðinu. Aldrei hef ég heyrt svo þöglan hóp kjósenda bíða eftir útdregna vinningnum sínum í átján mánuði.