Ég tek undir blogg Teits Atlasonar, eimreidin.is, um laxveiði pólitíkusa á kostnað Baugs. Þar voru Björn Ingi Hrafnsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þ. Þórðarson. Með frúm. Teitur hefur í nokkrum pistlum sett fram spurningar, sem hvergi hefur verið svarað. Hefðbundnir fjölmiðlar ríkis, flokks og Baugs þegja þunnu hljóði um mútur og spillingu. Undanbrögð Guðlaugs hafa ekki verið sannreynd. Þetta sýnir, að fjölmiðlarnir eru allir meira eða minna hallir undir málsaðila. Björn Ingi vinnur hjá Baugsmiðli og Mogginn verndar pólitíkusa Sjálfstæðisflokksins. Þetta er hávær þögn.