Hávær þögn vinstri grænna

Punktar

Birgitta Jónsdóttir er eini þingmaðurinn, sem hefur brugðizt við gagnrýni á útiræktun erfðabreytts byggs á Íslandi. Það sýnir, hve heillum horfin eru vinstri græn í máli, sem erlendir systurflokkar berjast gegn. Í Evrópu er tvíþætt andstaða gegn erfðabreyttum mat. Í fyrsta lagi vill fólk, að merkt sé á umbúðum, að matur sé úr erfðabreyttum hráefnum. Í öðru lagi hafa heil héruð og landshlutar lýst yfir banni við erfðabreyttri ræktun. Segja má, að hálf Evrópa sé orðin bannsvæði. Græðgisvætt Ísland er að venju aftur í rassi í öryggismálum af þessu tagi. Þögn vinstri grænna er hávært dæmi um það.