Hávært “Við borgum ekki”

Punktar

Andspyrna almennings þarf ekki að vera flókin. Þarf ekki að birtast í stefnuskrám og greinargerðum. Þarf bara að vera ein setning: Við borgum ekki. Þar með lýsir fólk yfir, að glæfrar pólitíkusa og bankabófa komi sér lítið við. Ekki megi berjast gegn kreppunni með hærri sköttum og skertri velferð. Það er einmitt sú leið, sem fjölþjóðastofnanir og stjórnvöld í Grikklandi og víðar reyna að fara. Víðast hefur fólk ekki aðgang að þjóðaratkvæði, svo að flytja verður andspyrnuna í kosningum inn á þing. “Við borgum ekki” verður næstu árin öflugur minnihlutahópur í vestrænni pólitík.