Hef borgað í þrjátíu ár

Veitingar

Slapp við að borga á Þremur frökkum í gær, því að eiginkonan bauð. Að öðru leyti borga ég alltaf upp í topp á veitingahúsum. Hef ævinlega gert svo í þá áratugi, sem ég hef rýnt í mat og vín, veitingar og ferðir. Mér er sagt, að öðru hafi verið haldið fram á einum stað í blogginu í gær, en hef ekki fundið staðinn. Get samt fullyrt, að það er helber lygi. Tel, að frítt eða niðurgreitt fæði eyði marktækni slíkra greina. Nánast öll önnur matarrýni en mín er því marki brennd. Við Michelin gamli stöndum okkar pligt, enda hoknir af reynslu, skuldum engum neitt. Hef lofað og lastað matstaði í þrjátíu ár.