Ögmundur Jónasson neitar að leyfa eigendum Grímsstaða á Fjöllum að selja Huang Nubo jörðina. Var raunar búinn að gefa niðurstöðuna í skyn. Í þessu styðst hann við óra manna um, að fjársjóðir leynist í jarðhita eða öðrum ímynduðum auðlindum í eyðimörkinni. Eða í einhverjum mannvirkjum í þágu kínverskrar útþenslu. Ögmundur segir útkomuna byggða á lögum, en ég tel hana vera hefðbundinn, íslenzkan geðþótta. Í samræmi við vænisjúka þjóðrembu, sem stjórnar gerðum og hugsunum of margra Íslendinga. Þetta var röng ákvörðun Ögmundar. Hún leiðir samt til að Nubo sparar fé, sem annars færi í súginn.