Hefur nánast engin völd

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn klofnar ekki út af Evrópusambandi eða öðru máli. Hann snýst ekki um mál, heldur um völd. Án valds er Flokkurinn núll og nix. Getur ekki þjónað kvótagreifum og öðrum sérhagsmunum. Fari flokksmaður í framboð fyrir óháðan lista, dregur úr valdi flokksins. Flokksfélagið í Ölfusi rak Ólaf Áka Ragnarsson og miðstjórnin staðfesti það. Þar leyfast ekki lengur hliðarspor að hætti Gunnars Thoroddsen. Nú er vandinn, að flokkurinn hefur engin völd. Ekki í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Hafnarfirði. Helzt er, að hann hafi tök á ríkisstjórn, sem þorir ekki að slá þjóðareign á kvótann.