Heiðarfjall

Frá Langanesvegi rétt norðan Hlíðar um Heiðarfjall og Hrollaugsstaðafjall til Kumblavíkur við Bakkaflóa.

Bandaríkjaher rak ratsjárstöð á Heiðarfjalli 1954-68. Rústir hennar eru þar enn. Málaferli hafa staðið yfir vegna slæms frágangs spilliefna frá stöðinni.

Förum frá Heiðarhöfn, þar sem vegur liggur upp á Heiðarfjall. Við förum eftir þeim vegi upp á fjallið, þar sem eru leifar af ratsjárstöð bandaríska hersins. Norðausturhluti fjallsins heitir Hrollaugsstaðafjall. Gömul reiðleið liggur norðaustur af fjallinu og síðan til austurs fyrir ofan eyðibýlin Hrollaugsstaði og Selvík og yfir Berg að eyðibýlinu Kumblavík við Bakkaflóa.

13,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Fontur, Fagranesskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort