“Einhvers staðar verða vondir að vera”, sagði tröllið við Guðmund Arason, þegar hann vígði Drangey. Skildi Heiðnaberg eftir handa tröllunum. Nú hefur Ari Edwald fetað í fótspor hins góða biskups og skilið Heiðnaberg eftir við siðvæðingu Fréttablaðsins. Framvegis verða aukablöð og auglýsingakálfar þess eins konar Heiðnaberg, undanskilið siðvenjum blaðamennsku. Sumpart er gott, að forstjóri 365-miðla marki svigrúm fyrir tröllin, svo að fólk geti forðast þau. Og vont fyrir blaðamennsku, að hálf stéttin starfi í almannatengslum. En Ari fetar þó í fótspor þess góða Arasonar, sem þjóðinni er hugstæðastur.