Vefmiðlarnir sögðu hver um annan þveran í kvöld, að lagaheimildir skorti til að endurlífga ábyrgðir starfsmanna Kaupþings. Ég man samt ekki eftir neinum dómsúrskurði um það efni. Nánari lestur fréttanna sýnir, að blaðamenn hafa Finn Sveinbjörnsson bankastjóra fyrir þessu. Enginn blaðamaðurinn benti á takmarkað gildi slíkrar yfirlýsingar stjórnanda fyrirtækisins. Enginn spurði Finn, hvaðan hann hefði þetta. Enginn spurði hann, hvers vegna málið fengi ekki réttarfarslega meðferð. Svona aumir eru íslenzkir fjölmiðlungar því miður allt of oft. Hrun þjóðarinnar stafar sumpart af, að blaðamenn spurðu ekki eðlilegra spurninga. Tóku blaður viðmælenda sinna sem heilagt guðsorð.