Heilaþvotturinn

Punktar

Landsvirkjun rekur áróður í skólunum fyrir stórvirkjunum, svo sem komið hefur fram í fréttum. Einkum stendur hún fyrir samkeppni skóla um verkefni, sem byggist á gögnum hennar. Þau eru full af áróðri fyrir stórvirkjunum, studd skoðanakönnun, sem virðist sýna, að þjóðin telji náttúruvernd og orkuver geta farið saman. Stjórnvöld hafa staðfest, að Landsvirkjun megi misnota skóla landsins og þeir megi nota efni frá henni. Landsvirkjun hefur nú sent bréf, þar sem segir, að skólum sé ekki skylt að vinna verkefnin þóknanlega fyrir Landsvirkjun.