Heilbrigði fyrir mig

Punktar

Ef nefndin á hins vegar við, að skorið verði niður við alla jafnt, þurfa allir að fá sér einkatryggingu fyrir heilbrigðiskostnaði. Þá væri stigið skref frá núverandi velferðarstefnu að norrænum hætti yfir í einkarekið tryggingakerfi að bandarískum hætti. Við vitum af tölum, að norræna kerfið er ódýrara og skilvirkara en það bandaríska. Nauðsynlegt er hins vegar að ræða þessi mál, frekar en að þegja um þau. Verið getur, að tímabili hinnar norrænu jafnaðarmennsku sé lokið, en þá verða menn að tala hreint út um, hvað þeir eiga við. Á hver að vera sinnar gæfu smiður?