Ísland er vel innan við þau 10% landsframleiðslu, sem heilsuþjónusta kostar í nágrannalöndunum. Hlutfallið hefur lækkað á stuttum ferli ríkisstjórnar, sem vill laska ríkisrekna þjónustu. Lækkunin stafar ekki af fátækt ríkisins, því að ríkisstjórnin hefur kastað tugum milljarða í auðgreifa. Lækkun stafar af, að heilbrigðismál eru ekki forgangi, þau eru í afgangi. Smádæmi um forgangsröðun stjórnarinnar er, að forsætis er kominn með sjö aðstoðarmenn og getur samt ekki svarað spurningum fjölmiðla. Ríkið er rekið af heimskum bófum, það er einföld staðreynd. Óhugsandi er, að nokkur önnur stjórn mundi drepa fólk á biðlistum.