Ég búinn að vera á vefnum í áratug. Árið 1997 hóf ég www.hestur.is með efni um hrossarækt. Fljótt fór ég að setja leiðara á vefinn á www.jonas.is fáum dögum eftir að þeir birtust á prenti. Árið 2001 kom þar allt gamla efnið, safn leiðara allt aftur til 1973. Haustið 2003 varð svo bloggið hjá mér daglegt, í stórum dráttum í því formi, sem það er enn í dag. Það er því að verða fjögurra ára gamalt. Síðustu árin hafa þetta verið yfir þúsund blogg á ári, sem hlýtur að teljast óvenjulega mikilvirkt. Engar breytingar eru í vændum hjá mér. Bloggið er vettvangur á sigurbraut. Ég mun halda mig þar.