Allt ber að sama brunni. Læknar og hjúkkur eru hraktar af landi brott. Hratt lengjast biðlistar eftir æskilegum aðgerðum til að verja heilsu. Þeim fjölgar, sem vegna peningaleysis neita sér um læknishjálp og lyf. Auðvitað endar þetta með því að stjórnvöld drepa fólk. Ég held raunar, að nú þegar hafi fólk sætt ótímabærum dauðdaga af einum eða fleiri framangreindra ástæðna. Við stefnum hratt að klofinni þjóð. Annars vegar þeim, sem hafa efni á heilbrigðiskostnaði, og hins vegar þeim, sem verða að líta á hann sem ókleifan lúxus. Við stefnum hratt frá norðurlöndunum til grimmdarríkis Bandaríkjanna. Ísland er ógeðslegt.