Píratar greiða nú atkvæði um tíu tillögur að ríkisfjármálum. Þær ganga flestar í öfuga átt við núverandi ríkisstjórn. Hún hefur lækkað og afnumið álögur á auðgreifa. Meðal annars er hún smám saman að afnema auðlindarentu í fiskveiðum. Tillögurnar hjá pírötum eru markaðsvænar. Snúast um, að auðlindarenta ákveðist í frjálsum uppboðum. Auðlindarenta verði á stóriðju og fjármagnstekjuskattur hækkaður í þau 30%, sem hann er hjá nágrannaþjóðunum. Alls eiga tillögurnar að gefa 100 milljarða króna á ári. Ætti að duga til að reisa heilbrigðiskerfið úr rústum og koma velferð í frambærilega stöðu. Án hærri skatta á almenning.