Heilsu okkar mun hraka

Punktar

Ísland setti um aldamótin 10% þjóðartekna í heilsugæzlu. Svipað og helztu heilsulönd heims, Norðurlönd, Þýzkaland og Frakkland. Eftir aldamótin hefur hlutfall okkar lækkað í 9%. Hlutfall okkar lítið í samanburði við Bandaríkin. Þau verja tvöfalt, 18% þjóðartekna. Eru þó með allt í steik. Hlutur sjúklinga í heilsukostnaði er 15% í Danmörku og Noregi, en hefur aukizt hér upp í 20%. Við erum þar með komin upp fyrir þau mörk, að fátækt fólk er farið að neita sér um heilsuþjónustu. Það hefur einfaldlega ekki ráð á að borga sinn hlut í dæminu. Heilsu Íslendinga mun því hraka á næstu árum og meðal-ævilíkur fara dvínandi.