Heilsuspillandi flug

Punktar

Lengi hefur verið vitað, að flug er heilsuspillandi. Þegar bannað var að reykja í flugvélum, var loftstreymið minnkað, svo að súrefni fólks minnkar úr 97% niðri á jörðinni í 93% í flugvélum að meðaltali. Brezka fréttastofan BBC segir, að nýjar mælingar háskóla og sjúkrahúsa í Belfast staðfesti, að þetta ógni heilsu annars hvers manns, einkum ef þeir eru veikir fyrir hjarta- og lungnasjúkdómum. Slíkt fólk eigi aðeins að fara í flug í samráði við lækni. Dæmi eru um, að blóðtappar séu raktir til flugferða. Fleiri hættur eru í flugi, of lítill raki, löng kyrrseta og of mikil uppgufun.