Heimagerð bóndabeygja framlengist

Punktar

Forseti Íslands hyggst vísa nýjum IceSave samningi í þjóðarkvæði samkvæmt viðtali við Bloomberg fréttastofuna. Þótt fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni og Sjálfstæðisflokkurinn mundu vilja semja á einhverju stigi. Þýðir, að ekki verður samið um IceSave. Engin erlend lán opnast og vaxtaálag á íslenzka skuldara verður áfram hátt. Þyngir fjármögnun stórra verka. Forsetinn og þjóðin hafa ákveðið, að mikilvægara sé að greiða ekki erlendar skuldir fallinna einkabanka. Erlent púst í atvinnulífið skiptir minna máli. Við hokrum áfram í heimagerðri bóndabeygju forseta og þjóðar.